Reglur Veiðifélagsins

REGLUR VEIÐIFÉLAGS ÚLFLJÓTSVATNS Prentvæn PDF útgáfala

• Veiðirétti er skipt í veiðisvæði frá landamerkjum að miðlínu vatnsins.
• Veiðitímabil er frá 1. maí til 30. september ár hvert.
• Öll umferð mótorfarartækja er óheimil öðrum en veiðirétthöfum vegna netlagna þeirra nema með skriflegu leyfi stjórnar Veiðifélagsins. Hámarks vélastærð er 6 ha.
• Umferð báta með rafmótora er heimil þeim sem leyfi hafa til þess frá stjórn Veiðifélagsins. Hámarks vélastærð er 6 ha.
• Umferð báta innan netlagna (115 m frá landi) á svæðum III, IV, V, VI, VIII og X er óheimil öðrum en veiðirétthöfum frá 1. maí – 30. september ár hvert.
• Veiðirétthöfum er einum heimil stangveiði og sala stangveiðileyfa og einungis fyrir landi sínu nema samkomulag sé um annað.
• Einungis er heimilt að nota flugu, spún og maðk sem agn við veiðar.
• Skylt er veiðirétthöfum sem selja veiðileyfi í vatnið að nota veiðiskírteini Veiðifélagsins. Handhafi veiðileyfis skal við lok veiðidags skila til seljanda veiðileyfisins veiðiskýrslu, sem er á öftustu síðu veiðiskírteinisins, eða koma henni til skila á þann hátt, sem seljandi ákveður. Seljandi veiðileyfa skal afhenda stjórn Veiðifélagsins veiðiskýrslurnar við lok veiðitímabils.
• Öllum er veiða í Úlfljótsvatni er skylt að skrá afla sinn í veiðiskýrslur Veiðmálastjóra og skila til stjórnar Veiðifélagsins við lok veiðitímabils. Hver veiðirétthafi er ábyrgur fyrir skráningu afla fyrir sínu landi.
• Ef fiskur veiðist merktur Veiðimálastofnun*, ber handhafa veiðileyfis að geta þess á veiðiskýrslu sinni sem hann afhendir seljanda veiðileyfisins. Öðrum ber að láta Veiðimálastofnun vita og geta þess jafnframt á veiðiskýrslu Veiðimálastjóra.
*Fiskinn má þekkja á því að veiðiuggi hefur verið klipptur af. Ber þá að skera trjónuna af við augun og skila til Veiðimálastofnunar eða sölumanns veiðileyfis.
• Sérhver veiðirétthafi hirðir arð af veiði fyrir landi sínu. Sameiginlegur kostnaður greiðist í hlutfalli við eign í strandlengju.
• Veiðirétthafa er skylt að sjá til þess að minki verði eytt eða haldið í skefjum fyrir landi sínu.
• Varptími fugla við vatnið er frá maí til júlí. Mælst er til þess að veiðimenn og bátaumferð taki tillit til þess.
• Ganga skal vel um vatnið og umhverfi þess og skilja ekki eftir neitt rusl.

Reglur þessar gilda frá og með 4. júní 2009.

(Uppfært í júní 2014)

 

VIÐVÖRUN
Hafa ber í huga að Úlfljótsvatn er straumvatn og afar kalt. Stórhættulegt er að synda í vatninu eða vera nálægt inntaksmannvirkjum Ljósafossstöðvar og frárennsli Steingrímsstöðvar. Ís á Úlfljótsvatni er ótraustur og því varasamur. Varað er við því að farið sé út á ísinn.

 

******

Skátar, sem hafa aðstöðu við Útilífsmiðstöðina við Úlfljótsvatn, hafa heimild til að vera með mótorbát(a) til eftirlits vegna Útilífsmiðstöðvarinnar og til aðstoðar og björgunar ef á þarf að halda.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: